Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Kortatíð :) mars 29, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 2:12 e.h.

 

Nú fermist einn frændi minn um helgina og gerði ég kort í tilefni þess fyrir mig og mömmu. Stóri bróðir minn á líka afmæli og fær kort líka. Mér fannst æðislegt að setjast niður og gera kort, var með ipoddinn minn og gott te, ró og næði…hvað er betra segi ég nú bara 🙂 …vantaði kannski bara súkkulaði, það hefði verið punkturinn yfir i-ið.

Ég var búin að leita mikið af fallegum kross til að geta haft á fermingarkortum, skrapp í Litir og Föndur í morgun og fann þennan sem er á kortunum, hann er alveg ágætur bara.

Auglýsingar
 

Sjáið bara hver á síðu í gelleríi BG :) mars 26, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 3:29 e.h.

http://www.basicgrey.com/catalog/idea_gallery.php?PHPSESSID=21b3e1174307f233b500798997c43d91%3FosCsid%3Db854338cf12ec40ec87b15397b0b57ef&page=4

 

Litla dúllan mín. mars 24, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:26 e.h.

Þetta er litla krúsídúllan mín þegar hún var rúmlega mánaðar gömul. Þessi  Fp pappír er líka rosalega flottur en ég var fyrst frekar pirruð á að hafa hann munstraðan báðum megin en hugsa að það venjist nú. Ég gerði síðu með þessari mynd í gærkvöldi en var svo ósátt við hana að ég reif hana upp í dag og gerði alveg nýtt LO og er mun sáttari 🙂

 

Þessi tvö eru bestu vinir..

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:23 e.h.

…svona annað slagið og á þessari stundu voru þau bestu vinir. Ég byrjaði á þessari síðu um daginn og kláraði hana í dag. Mér finnst þessi pappír bara æðislegur, gott að vinna með hann og svo er hann bara alltaf svo hrikalega flottur.

 

Langar að prófa..

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 6:42 e.h.

….að hafa svona skrappblogg. Ekki að það spænist undan mér síðurnar en mér tekst þó að gera eina og eina af og til. Í dag kláraði ég td. alveg heilar tvær síður, fann fyrir líka þessari svakalegu skrappþörf og ég nýtti mér hana þannig að ég ákvað að ef ég tæki til á skrifborðinu mínu þá gæti ég gefið mér tíma til að skrappa….og ég gerði það 🙂 Verst að nú er borðstofuborðið mitt undirlagt og ég verð að taka til á því. Það er það leiðinlegasta við skrappið, að taka til eftir sig og enn leiðinlegra að vera með allt skrappdótið ofaní skúffum og þurfa að sækja það sem maður ætlar sér að nota. Mig dreymir um skrappaðstöðu en það er víst langt í að það rætist 😉 …nema ég tæki bílskúrinn undir þetta….kannski ég nefni það við hann Ingvar minn hehe 🙂

Nú er hann Bjarki minn að fara að fermast og mig langar að hafa nokkrar síður í albúmi á borði í veislunni, svona eins og ég gerði fyrir hann Marinó minn sem fermdist í fyrra. Ég er búin með 2 síður í albúmið hans Bjarka en finnst nú alveg lágmark að hafa svona 5-6 síður svo ég þarf að setjast niður og finna góðar myndir til að skrappa.

Kannski tekst mér á eftir að setja inn síðurnar sem ég gerði í dag….ætla að reyna að skanna þær inn á eftir þegar stelpuskottið mitt er sofnuð 🙂