Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Langar að prófa.. mars 24, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 6:42 e.h.

….að hafa svona skrappblogg. Ekki að það spænist undan mér síðurnar en mér tekst þó að gera eina og eina af og til. Í dag kláraði ég td. alveg heilar tvær síður, fann fyrir líka þessari svakalegu skrappþörf og ég nýtti mér hana þannig að ég ákvað að ef ég tæki til á skrifborðinu mínu þá gæti ég gefið mér tíma til að skrappa….og ég gerði það 🙂 Verst að nú er borðstofuborðið mitt undirlagt og ég verð að taka til á því. Það er það leiðinlegasta við skrappið, að taka til eftir sig og enn leiðinlegra að vera með allt skrappdótið ofaní skúffum og þurfa að sækja það sem maður ætlar sér að nota. Mig dreymir um skrappaðstöðu en það er víst langt í að það rætist 😉 …nema ég tæki bílskúrinn undir þetta….kannski ég nefni það við hann Ingvar minn hehe 🙂

Nú er hann Bjarki minn að fara að fermast og mig langar að hafa nokkrar síður í albúmi á borði í veislunni, svona eins og ég gerði fyrir hann Marinó minn sem fermdist í fyrra. Ég er búin með 2 síður í albúmið hans Bjarka en finnst nú alveg lágmark að hafa svona 5-6 síður svo ég þarf að setjast niður og finna góðar myndir til að skrappa.

Kannski tekst mér á eftir að setja inn síðurnar sem ég gerði í dag….ætla að reyna að skanna þær inn á eftir þegar stelpuskottið mitt er sofnuð 🙂

 

4 Responses to “Langar að prófa..”

 1. hannakj Says:

  Innilega til hamingju með skrappblogg!! ótrúlega gaman að þessu. Skil þig ótrúlega vel varðandi skrappaðstöðu. skrappdótið mitt er í rústi í eldhúsborðið mitt. Svo leiðinlegt að þurfa taka til. LOL.

 2. Hæ og innilega til hamingju með bloggið 🙂
  ótrúlega gaman að hafa svona blogg og sérstaklega að fá komment frá öllum flottu konunum 😉 Takk fyrir að krækja á mig 🙂 Það er sko bara gaman 😀
  Ég fæ þá að krækja á þig í leiðinni 😀
  kv. barbarahafey.

 3. Þórunn Says:

  til hamingju með bloggið! það er bara ferlega skemmtilegt að blogga svona um síðurnar sínar og fá komment á þær!

 4. Magga Says:

  Til lukku með bloggið! Það er mikið skemmtilegra að skoða síður á svona bloggi og lesa smá pælingar hjá skröppurunum í leiðinni! Me likes! Linkaði á þig líka svo að nú höfum við krækt í hvora aðra.
  Sniðugt að hafa svona í fermingunni.
  Hvað aðstöðu varðar þá hef ég komist að því að ég skrappa ekkert meira þótt ég sé með heilt herbergi undir mitt dót…það er t.d. svo gjörsamlega í rúst núna að ég hef ekki nennt þangað inn í einhverjar vikur…hohoho (roðn) en samt fínt að þurfa ekki að ganga frá öllu í hvert sinn! 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s