Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Næst á dagskrá… apríl 29, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:00 e.h.

…er að kaupa skera. Ég er enn með græna provo craft skerann og er orðin smá þreytt á honum, hann sker stundum skakkt og svo er sárið svolítð tætt. Samt er ég með nýjan hníf. Svo nú skal skoða nýja græju og er ég svolítið spennt fyrir purple cow skeranum. Sé fram á að þurfa að framleiða svo mikið eftir prófin  að maður verður að hafa almennilegan skera!

 

 

Mikið að gera! apríl 27, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:45 f.h.

Já það verður í nógu að snúast hjá mér næstu daga við að taka á móti sendingum sem ég hef pantað. Stimplar, pappír, primablóm, bling og asskonar asskonar dót. Fékk næstum áfall þegar ég var að rifja upp allt sem ég hef pantað undanfarið. Svo sá ég ástæðuna! Ég er skrappfíkill og stend undir nafni. Skrappfíkill er titillinn minn á scrapbook.is. Ég vona nú samt að ég verði ekki í svona brjáluðu panteríi alveg þar til ég losna við þennan titil!

Ég er nú ekki mikið að skrappa þessa dagana en er með hugann alltof mikið við þetta skrapp samt, er alltaf að tékka á hvort ég sé að missa af einhverju hehe, kíkja á bloggsíður, jafnvel oft á dag og svo nottla spjallið….og á ebay …eða eitthvað skrapptengt. Í gær þegar ég var að hlusta á upptöku þá rissaði ég nokkrar skissur sem ég er svona líka ánægð með, ætla að prófa þær þegar tækifæri gefst….sem verður eftir 10 daga eða svo 🙂

 

Smá smá… apríl 25, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 3:11 e.h.

Ég er búin að vera að hamast við að lesa lyfjafræði inn á diktafóninn minn svo ég geti setið og hlustað og skrappað hehe….snell! Svo milli þess sem ég hef verið að lesa hef ég verið að stelast inn á ebay. Ég gleymdi því svo víst að ég var búin að ætla  mér að hætta að kaupa skrappdót í bili því ég missti mig aðeins á ebay og keypti slatta af primablómum. Eftir tæpar tvær vikur verð ég komin í sumarfrí og hef þá nógan tíma til að nota þetta alltsaman…jei! Ég á reyndar eftir að finna mér vinnu, þarf víst að vinna amk 6 vikur í sumar upp í þetta nám mitt en það er allt í fínu 🙂 Þegar maður er búinn í vinnunni þá er maður búinn, ekkert að lesa og svona 🙂

Svo er hér mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Hann heitir Dagur og er veturgamall. Voða sætur 🙂

Hann er þessi rauðskjótti. Voðalega skítugur greyjið, mig langaði svo að taka hann bara heim og þvo hann!

 

Gaman! apríl 21, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 2:41 e.h.

Síðan mín hér að neðan var valin síða dagsins á skrappspjallinu mínu, gaman af því 🙂 …ekki laust við að ég sé bara heilmikið montin. Svo ákvað ég að senda hana í BG galleríið og ætla að sjá hvort þeir vilji skella henni inn þar. Svo er bara spurning hvort ég þurfi ekki að fara að hlusta á fleiri fyrirlestra og skrappa svolítið á meðan hehe 🙂

Ég er búin að boða mágkonu mína hingað á laugardeginum eftir að ég er búin með prófin til þess að skrappa…hún hefur þegar gert eitt albúm og veitir ekki af smá upprifjun. Býst nú samt við að það líði yfir hana þegar hún sér allt dótið mitt….ætli ég verði ekki að taka það fram í smá skömmtum svo hún nái að jafna sig á milli HOHOHo! 

 

Mín var sniðug núna! apríl 19, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 4:35 e.h.

Ragna Mara 13 daga gömul.

Ég var með svo mikla skrappþörf en samviskan ekki alveg að leyfa mér að skrappa núna þegar svona styttist í prófin. En svo datt mér allt í  einu í hug að ég átti dikt úr einum tímanum sem ég átti eftir að hlusta á, svo ég kveikti á upptökunni, skrappaði eina síðu og hlustaði á kennarann á meðan 🙂 ….ég fattaði reyndar af og til að ég var að hugsa eitthvað um skrappið mitt og missti örlítið úr því sem kennarinn var að segja og spurning hvað mikið af því sem hann sagði síaðist inn. En mér tókst að klára síðuna mína og ég er bara mjög ánægð með hana 🙂 Þetta er litla blómarósin mín þegar hún var 13 daga gömul, þessi mynd er í svo miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hún soddan ungi þarna 🙂

Svo óska ég ykkur gleðilegs sumars!

 

Liggur í valnum! apríl 17, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 5:00 e.h.

…semsagt þessi pakki hér að neðan liggur í valnum, og annar til af tegundinni Scarlet, og eitthvað fleira. Nú verð ég að stoppa á þessu kaupæði mínu, hef bara aldrei vitað annað eins 😉

Það bættist nýr fjölskyldumeðlimur í fjölskylduna í gær. Fjórfættur og loðinn, hann hefur hlotið nafnið Dagur og er víst sonur Þrists frá Þorlákshöfn. Rauðskjóttur. Við eigum víst orðið hest 😉 ….aldrei átti ég von á því hehe!

 

Ótrúlegt! apríl 16, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:33 f.h.

Ég var að fatta það að það er einn BG pakki sem ég bara vissi ekki af…ótrúlegt bara að það skyldi fara fram hjá mér að það væri þarna til enn ein nýja tegundin. Ég skil ekki alveg hvernig mér tókst að láta þetta framhjá mér fara.  Mig langar nottla í hann ….en ekki hvað!

Ég er búin að versla ótrúlega mikið núna undanfarið, á von á stórri stimplasendingu von bráðar og fleira og fleira. En nú fara prófin að byrja hjá mér og það er alveg ótrúlega stressandi tilfinning. Maður er búinn að vera að vinna verkefni og vera að vinna í klíníska náminu og námsefnið sjálft hefur alveg setið á hakanum. Í gær var ég svo að klára að prenta út það sem ég þarf að lesa fyrir lyfjafræðina og úbbosí…það er sko mikið!! Svo ég sé ekki fram á mikið skrapperí á næstunni 😦  En það vill til að ég fer bara í 3 próf og verð búin 8. maí 🙂 Þá verða kannski stimplarnir komnir og sonna! Mikið hlakka ég til!!

 

Pantipant! apríl 10, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:17 e.h.

Ég er sko búin að panta mér helling af pp. Einlitum BG og munstruðum úr nýjum og gömlum línum 🙂 Svo pantaði ég mér  einhverskonar dymo vél og 44 stk pp 🙂 tvo pakka af glærum stimplum ….gaman gaman. Hlakka mikið til að fá pakka! Annars er ég alltaf að segja sjálfri mér að pakka alveg skrappdótinu og læra meira, styttist í prófin og maður vill jú fá almennilegar einkunnir, en, maður getur ekki lesið allan sólarhringinn og þá er nú gott að klappa dótinu sínu hehe 🙂

 

Tókst að gera tvær síður í kvöld. apríl 9, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:15 f.h.

Þessar fara báðar í albúmið hans Bjarka og ég er þá með 5 síður þar. Það verður að duga bara því ég höndla bara ekki meira í bili hehe, er eitthvað svo hrikalega lengi að skrappa. En óboj hvað þetta er skemmtilegt 🙂

Þessi mynd var tekin af Bjarka þegar hann var ca. eins og hálfs árs. PP er nottla BG 🙂 Verð að komast yfir meira af svona pp þar sem ég á eftir að skrapplifta síðu úr þessum pp. Það mættu sko alveg vera fleiri arkir af einlita pp í þessum BG pakkninum.

Þessi strákur minn fékk titilinn mesti prakkarinn og blíðasta barnið í leikskólanum þar sem þessi mynd er tekin, en ef maður horfir á myndina þá dettur manni ekkert annað í hug en engill 😉 Í dag er þessi drengur bara blíður og ekki til neinn prakkari, ekki mikill allavega 😉

Jæja, ætla að fara að sofa í hausinn á mér, stór dagur á morgun 🙂

 

Ný síða apríl 4, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:33 e.h.

Skellti í þessa rétt áðan. Hefði viljað hafa annan lit en fann engan pp sem ég átti sem passaði við þessa mynd. Versta við gömlu myndirnar er að barnafötin eru ekki nógu skrappvæn hehe 🙂 Bjarka finnst síðan flott en liturinn skelfilegur. Ég var líka í vandræðum með skraut á hana, á lítið skraut í þessum litatón. Svo getur vel verið að ég skrappi aðra síðu á eftir, ég á eina svarthvíta mynd sem er alveg A4 og var tekin af honum í leikskólanum. Get notað flotta pp minn í hana 🙂

Ég á hrikalega mikið af pp sem mig langar ekkert að nota, pp sem var kúl og flottur fyrir einhverjum mánuðum síðan en er ekkert flottur lengur. Ég á líka skrilljón blá kassa frá SG fulla af dóti sem ég hef varla notað….svei! Ég er allavega búin að læra það að maður verður helst að skrappa strax úr flotta pp því það kemur alltaf nýr enn flottari pp í staðinn og sá gamli úreldist.

 Jæja, kannski kemur inn önnur síða í kvöld….sjáum til 😉