Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Úff púff maí 23, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:26 e.h.

3 dagar liðnir í nýju vinnunni og ég hef bara held ég aldrei á ævinni verið svona þreytt. Þvílíka þrammið upp og niður á milli hæða með pillur hingað og þangað. En engu að síður mjög skemmtilegt 🙂 Er alltaf að fá meiri og meiri ábyrgð og kem til með að læra rosalega mikið þarna….sem er auðvitað svakalega gott 🙂 Ekki veitir af!! Ég vinn svo á morgun og eftir það er ég komin í frí í 4 daga 🙂 …hlakka geggjað mikið til þar sem ég ætla mér að skrappa amk. eina síðu í fríinu!

 

Korterí maí 20, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:07 e.h.

Þessi kort hef ég verið að dunda mér við undanfarið. Er misjafnlega ánægð með þau. Þau urðu ekki eins og ég ætlaði þeim að verða ….en svo eru önnur, eins og jólakortin sem ég er bara sátt við 🙂

Ég réðst í það að taka til á borðstofuborðinu í gær og raða skrappdótinu mínu og það endað með því að ég málaði borðstofuna og þreif hana hátt og lágt, tók lítinn hilluskáp sem ég átti uppi og fór með niður og raðaði skrappdótinu inn í hann svo borðið er hreint 🙂 Svo gerði ég nokkur kort í dag og tók strax til eftir mig ….þvílíkur munur!

Nú byrja ég að vinna í fyrramálið. Er pínu kvíðin en smá spennt líka. Veit ekkert hvað ég er að fara útí hehe 🙂

 

Letin í manni. maí 18, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:37 f.h.

Ég er búin að gera fullt af kortum og ég hef ekki nennt að skanna þau inn…..bara löt sko. Ég er líka búin með síðuna mína í keppnina hennar Barböru en ég má víst ekki sýna hana. Ég er mjög ánægð með hana þó svo ég sé viss um að hún vinni ekkert, enda er mér alveg sama 😉 ….ætla bara að vera með, á líka sjálf til það sem er í vinning og það er bara fínt að einhver önnur fái pakkann.

Þegar ég er að gera kort eða síður þá er ég að drukkna í drasli….ég kem varla síðunni eða kortinu fyrir útaf drasli í kringum mig og ég leita og leita af dótinu sem ég var að nota rétt áður, ég skil þetta ekki hehe….alveg glatað. Ferlega pirrandi líka að vera ekki með allt skrappdótið á sama stað. Ég er nefnilega að skrappa á borðstofuborðinu hér niðri en með skrappdótið í kommóðu uppi. Og ekkert skrappherbergi í sjónmáli.

Einkunnir eru farnar að tínast inn, hef náð öllu só far og á ekki von á öðru en að fá gott úr því sem eftir er. Ég var mest hrædd um lyfjafræðina en fékk 6.5 þar sem er akkúrat meðaleinkunnin svo ég er bara nokkuð sátt. Sé til hvort ég nenni að taka prófið upp aftur til að hækka mig. 

Ætla að reyna að setja kortin inn seinnipartinn í dag eða í kvöld.

 

Það hlaut að koma að því maí 15, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:30 e.h.

…..að ég færi að horfa á Gray’s Anatomy 🙂 …ég er búin að liggja yfir fyrstu 2 seríunum núna yfir helgina og kláraði í gær. Nú vantar mig meira hihi 🙂 Mjög skemmtilegir þættir og gaman einmitt að vera búin að læra smá í lyfjafræði og þekkja lyfin og meðferðirnar sem eru notaðar þarna. Þar sem allur frítíminn minn hefur farið í GA þá hefur minna farið fyrir kortagerðinni, en ég hef þó gert örfá kort sem ég á eftir að skanna inn við tækifæri. Hef ekki skrappað neinar síður, er bara einhvernvegin ekki í nógu miklu stuði til þess ennþá, alveg týpískt núna þegar maður hefur tíma!

 Allir pakkarnir mínir eru komnir nema tveir, en það eru primablómin sem er í hóppöntun á scrapbook.is og svo smá pakki af ebay sem mér finnst að ætti nú að vera dottinn inn. Ég pantaði helling af primablómum af ebay og verð að viðurkenna að það er smá erfitt að panta svona blóm af netinu, þau eru kannski ekkert eins og maður heldur. Kannski les ég heldur ekki nógu vel smáa letrið!

Ég setti inn fullt af nýjum linkum á önnur skrappblogg og hef ákveðið að kommenta bara hjá þeim sem kommenta hjá mér. Kannski asnalegt að gera það en mér finnst jafn gaman og öðrum að fá komment og ekki hægt að ætlast til þess að ef maður kommentar hvergi að einhver nenni að kommenta hjá manni sjálfum.  Mér finnst alveg meiriháttar gaman að skoða bloggin ykkar stelpur og sjá hvað þið eruð að gera. Gaman að sjá líka hversu margar eru byrjaðar að blogga 🙂

 

Nýtt kort maí 9, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:20 e.h.

Gerði þetta kort núna áðan. Þar sem ég er algjör klaufi að skanna þá lítur kortið ekkert sérstaklega vel út því það er svo mikið mikið flottara svona læf. Þetta er það eina sem ég hef gert í dag. Klippti til og límdi stimpla í smá stund, hræðilega leiðinlegt að gera það og ég er ekki enn farin að sjá fyrir endann á því hihi 🙂

 En meira um þetta kort. Það er svona sæblágrænt á litinn og litla myndin er stimpluð með límpúða og sett svo duft yfir svo myndin er svona sanseruð.

 

Loksins maí 8, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:45 e.h.

Loksins, loksins kláruðust þessi próf hjá mér og ég verð bara að segja eins og er að ég er útkeyrð eftir þau. Samt voru þetta bara 3 próf en ekki 5 – 6 eins og verið hefur. Mikið er gott að komast í frí. Ég veit varla hvað ég á að gera við allan tíman sem ég hef hehe.

Í dag sótti ég stimplana mína og óboj hvað þeir eru æðislegir bara! Ég byrjaði á að laga til stimplana sem ég keypti fyrir stelpuna mína. Þeir eru þannig að hún getur stimplað td. haus á önd, búk af ballerínu og fætur af krókódíl og úr verður skemmtileg fígúra. Henni fannst þetta voða spennandi, upprennandi stimplakonan. Ég er ekki búin að líma á alla stimplana mína, þetta er heilmikil vinna bara.

Ég settist svo niður eftir kvöldmat og gerði tvö kort. Brúna kortið gerði ég um daginn. Nú á sko að fara að framleiða….þarf að klára jólakortin í sumar hehe 🙂

 

Pósturinn Páll maí 7, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 1:31 e.h.

Kom með flatan pakka inn um bréfalúguna áðan og í honum voru tveir stimplar ….slapp við tollinn 🙂 Nú er ég stoltur eigandi þessara 

tveggja flottu stimpla 🙂  Ég ætla að leyfa stelpunni minni að prófa fiðrildastimplana, hún elskar að stimpla og lita og það er eins gott að venja hana á að nota stimpla þar sem hún er erfingi númer eitt af stimplasafninu hehe 🙂

Hlakka til að prófa þá og ég hlakka nú enn meira til að sækja alla stampinup stimplana mína á morgun! Nú er ég að klára að lesa fyrir síðasta prófið sem er á morgun og eftir það ætla ég að hella mér af fullum krafti í skrapp og kortagerð 🙂 

 

Afrakstur kvöldsins maí 4, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:43 e.h.

Er þetta skírnarkort sem mamma þarf að nota á morgun. Nennti ekki meiru, algjör bara. Ég er ekki alveg sátt við hvernig þetta skannast inn hjá mér, við skanninn erum ekki alveg bestu vinir.  Kann frekar lítið á hann bara. En, gaman, gaman, ég var að frétta að stimplarnir mínir eru lentir…eða hluti af þeim 🙂 Kræst, ég get varla beðið eftir að sjá þá og prófa 🙂

 

Jebb maí 3, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 6:54 e.h.

Vissiða….dótið mitt týnist inn, það kom blingdót inn um lúguna í gær hjá mér, rosa flott og svo komu tveir pakkar í dag frá USA. Annar var frá ebay ….mestmegnis pappír, akrýlblokk til að stimpla með fyrir stóru stimplana mína (6×6″) og tveir stimplapakkar. Ég var meira að segja búin að gleyma að ég hefði pantað annan þeirra hehe….vona bara að ég hafi ekki pantað hann líka einhverstaðar annarstaðar frá. Svo var hinn pakkinn frá Two peas in a bucket, með svona dymo vél og pappír …já meiri pappír….af því að ég skrappa svo mikið híhí 🙂 Svo er bara að bíða og sjá hvað kemur inn um lúguna á morgun. Ekki viss um að ég nenni nú samt niður í Tollinn…ojbara hvað það er leiðinlegt. Þeim veitti ekki af því að bæta við starfsfólki. Biðstofan var stútfull og bara ein, stundum tvær að afrgreiða 😦

 

Pakkaflóð maí 2, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:05 f.h.

Nú hlýtur eitthvað af öllu dótinu sem ég hef pantað mér undanfarið að fara að skila sér hingað til mín. Hef fulla trú á að ég hafi varla undan að sækja í tollinn eða senda email á tollinn til að fá heimsent HOHOHO! Get varla lært fyrir þessu!  Einn pakki hefur reyndar þegar borist en hann var frá paper addict, allt BG pp, nokkrar munstraðar arkir en flestar einlitar. Mig vantar svo oft einlita pappírinn í BG. Það hefur enginn tími gefist í skrapp undanfarna daga, hér er bara setið og lesið og lesið. Fór í fyrsta prófið í gærmorgun sem var lyfjafræði, svo er næsta próf á fimmtudaginn og það er meinafræði. Svo er síðasta prófið á næsta mánudag og það er í hjúkrunarfræði. Var ég nokkuð búin að segja að mig hlakkaði til að klára prófin??

Eftir fyrsta prófið sem var í gær fékk ég í verðlaun að fara í skrappbúðina í FK, ætlaði að versla mér helling en ég bara fann ekkert sem mig langaði í. Á nottla slatta sem er á leiðinni til mín svo mig vantar akkúrat ekkert, nema helst kósur. Svo skrapp ég í Föndru og þar var sama uppá teningnum, fann eiginlega ekkert. Ætli þetta sé alvarlegt? Ég hef smá verki með þessu.

Ég er svo spennt að fara að prófa að setja svona overlay eða hvað það heitir á nokkrar myndir sem ég er með og prenta út, mér finnst það svo geggjað flott.  Jæja, farin að sofa, undirbúa mig fyrir lestur morgundagsins.