Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Pakkaflóð maí 2, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:05 f.h.

Nú hlýtur eitthvað af öllu dótinu sem ég hef pantað mér undanfarið að fara að skila sér hingað til mín. Hef fulla trú á að ég hafi varla undan að sækja í tollinn eða senda email á tollinn til að fá heimsent HOHOHO! Get varla lært fyrir þessu!  Einn pakki hefur reyndar þegar borist en hann var frá paper addict, allt BG pp, nokkrar munstraðar arkir en flestar einlitar. Mig vantar svo oft einlita pappírinn í BG. Það hefur enginn tími gefist í skrapp undanfarna daga, hér er bara setið og lesið og lesið. Fór í fyrsta prófið í gærmorgun sem var lyfjafræði, svo er næsta próf á fimmtudaginn og það er meinafræði. Svo er síðasta prófið á næsta mánudag og það er í hjúkrunarfræði. Var ég nokkuð búin að segja að mig hlakkaði til að klára prófin??

Eftir fyrsta prófið sem var í gær fékk ég í verðlaun að fara í skrappbúðina í FK, ætlaði að versla mér helling en ég bara fann ekkert sem mig langaði í. Á nottla slatta sem er á leiðinni til mín svo mig vantar akkúrat ekkert, nema helst kósur. Svo skrapp ég í Föndru og þar var sama uppá teningnum, fann eiginlega ekkert. Ætli þetta sé alvarlegt? Ég hef smá verki með þessu.

Ég er svo spennt að fara að prófa að setja svona overlay eða hvað það heitir á nokkrar myndir sem ég er með og prenta út, mér finnst það svo geggjað flott.  Jæja, farin að sofa, undirbúa mig fyrir lestur morgundagsins.

 

2 Responses to “Pakkaflóð”

  1. Magga Says:

    Gangi þér supervel í prófunum! 😉
    Svo er bara að skrappa og skrappa þegar þau eru loksins búin! 😉

  2. Svana Says:

    Hehehe vuð elskum allar pakka held ég og erum pakkasjúkar í það meira,virðumst aldrei fá nóg af þeim !!!

    en gangi þér í prófunum og njóttu þess að opna alla pakkana þegar þeir fara að berast 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s