Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Það hlaut að koma að því maí 15, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:30 e.h.

…..að ég færi að horfa á Gray’s Anatomy 🙂 …ég er búin að liggja yfir fyrstu 2 seríunum núna yfir helgina og kláraði í gær. Nú vantar mig meira hihi 🙂 Mjög skemmtilegir þættir og gaman einmitt að vera búin að læra smá í lyfjafræði og þekkja lyfin og meðferðirnar sem eru notaðar þarna. Þar sem allur frítíminn minn hefur farið í GA þá hefur minna farið fyrir kortagerðinni, en ég hef þó gert örfá kort sem ég á eftir að skanna inn við tækifæri. Hef ekki skrappað neinar síður, er bara einhvernvegin ekki í nógu miklu stuði til þess ennþá, alveg týpískt núna þegar maður hefur tíma!

 Allir pakkarnir mínir eru komnir nema tveir, en það eru primablómin sem er í hóppöntun á scrapbook.is og svo smá pakki af ebay sem mér finnst að ætti nú að vera dottinn inn. Ég pantaði helling af primablómum af ebay og verð að viðurkenna að það er smá erfitt að panta svona blóm af netinu, þau eru kannski ekkert eins og maður heldur. Kannski les ég heldur ekki nógu vel smáa letrið!

Ég setti inn fullt af nýjum linkum á önnur skrappblogg og hef ákveðið að kommenta bara hjá þeim sem kommenta hjá mér. Kannski asnalegt að gera það en mér finnst jafn gaman og öðrum að fá komment og ekki hægt að ætlast til þess að ef maður kommentar hvergi að einhver nenni að kommenta hjá manni sjálfum.  Mér finnst alveg meiriháttar gaman að skoða bloggin ykkar stelpur og sjá hvað þið eruð að gera. Gaman að sjá líka hversu margar eru byrjaðar að blogga 🙂

 

4 Responses to “Það hlaut að koma að því”

 1. stína fína Says:

  alltaf gaman að fá dót ;O) sammála þér með kommentinn ;O)

 2. Ingunn H Says:

  Ú , ég öfunda þig sko ekkert að fá alla þessa pakka :D:D:D og já, það getur verið happadrætti að fá það sem maður heldur á netinu 😀

 3. Helga L. Says:

  ég er sko Greys sjúklingur ELSKA þá 😀

 4. Magga Says:

  úúú ég á líka slatta af blómum á leiðinni og hlakka ekkert smá til að fá þau. Fékk einn pakka í gær með SU stimplum og Pearl exinu svo að nú get ég farið að gera svona fín kort eins og þú…eða reyna það allavega. 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s