Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Letin í manni. maí 18, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:37 f.h.

Ég er búin að gera fullt af kortum og ég hef ekki nennt að skanna þau inn…..bara löt sko. Ég er líka búin með síðuna mína í keppnina hennar Barböru en ég má víst ekki sýna hana. Ég er mjög ánægð með hana þó svo ég sé viss um að hún vinni ekkert, enda er mér alveg sama 😉 ….ætla bara að vera með, á líka sjálf til það sem er í vinning og það er bara fínt að einhver önnur fái pakkann.

Þegar ég er að gera kort eða síður þá er ég að drukkna í drasli….ég kem varla síðunni eða kortinu fyrir útaf drasli í kringum mig og ég leita og leita af dótinu sem ég var að nota rétt áður, ég skil þetta ekki hehe….alveg glatað. Ferlega pirrandi líka að vera ekki með allt skrappdótið á sama stað. Ég er nefnilega að skrappa á borðstofuborðinu hér niðri en með skrappdótið í kommóðu uppi. Og ekkert skrappherbergi í sjónmáli.

Einkunnir eru farnar að tínast inn, hef náð öllu só far og á ekki von á öðru en að fá gott úr því sem eftir er. Ég var mest hrædd um lyfjafræðina en fékk 6.5 þar sem er akkúrat meðaleinkunnin svo ég er bara nokkuð sátt. Sé til hvort ég nenni að taka prófið upp aftur til að hækka mig. 

Ætla að reyna að setja kortin inn seinnipartinn í dag eða í kvöld.

 

5 Responses to “Letin í manni.”

 1. Ólöf Ösp Says:

  bara búin að gera síðuna fyrir barböru keppni?? dugleg þú, ég er alveg sammála þér að það er bara málið að vera með. ég skelli í mína síðu vonandi næsta þriðjudag:)
  drífðu nú í að skella inn kortunum, hlakka til að sjá þau 🙂
  kveðja, ólöf

 2. stína fína Says:

  til hamingju með prófinn, hlakka til að sjá síðuna :O)

 3. barbarahafey Says:

  Flott, hlakka til að sjá síðuna þína 😀
  Annars sagði ég hvergi að það mætti ekki sýna hana neinstaðar 😀 Eða ég minnist þess allavega ekki 😉
  T.d eru HuldaBeib og Ingunn Þ. búnar að sýna sínar síður 😀 En ég skil þetta með að leita að stöffinu sínu :/ úffff… að ég skuli ekki vera duglegri að setja hlutina á sinn stað þegar ég er búin að nota þá :/

 4. Helga L. Says:

  Til hamingju með prófin sem þú ert búin að ná 😉

  hlakka til að sjá síðuna og kortin 🙂

 5. Hulda Says:

  Ég er alveg í sama pakkanum með draslið, nema mitt drasl hylur skrappborðið mitt og ég er búin að vera að blóta mér í sand og ösku fyrir að týna öllu sem ég hef sett á vel valinn stað sem litli prinsinn nær ekki í, ég bara man aldrei hvar þessi vel valdi staður er þegar ég þarf að sækja hlutinn aftur.

  Geggjað útlitið á blogginu þínu!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s