Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Í nógu að snúast júní 20, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:16 f.h.

Þessa dagana er bara brjálað að gera hjá mér. Er nottla að vinna í 80% vinnu sem er í rauninni alltof mikið fyrir mig með þessa stóru fjölskyldu mína. Svo var ég með barnaafmæli um helgina en stelpuskottan mín er 5 ára í dag 🙂 Svo er ég að undirbúa ættarmót sem verður á Skagaströnd um næstu helgi, kaupa mér tjaldvagn, og það sem vantar inn í hann. Undirbúa tvo drengina mína sem eru að fara út til útlanda á mánudaginn, annar á Hróaskeldu og hinn á handboltamót á Spáni *svitn* ..ekki mikill tími fyrir netheima 😦 …hafið það gott og skjáumst síðar …takk fyrir kommentin dúllur, ég kíki á ykkur við tækifæri 🙂

 

Digiskrapp júní 6, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:27 e.h.

Stundum dett ég í að gera svona digitalsíður en mér hefur bara tvisvar að gera sýningarhæfar síður. Ég byrjaði á einni digital síðu í gærkvöldi en það er orðið svo langt síðan ég gerði svona síðast að ég er bara búin að gleyma hvernig á að gera þetta…..ekki að ég telji mig hafa kunnað réttu leiðina samt hehe 🙂 En þetta er skemmtilegt. Allavega þegar vel tekst til.

 

Ekki mikið um að vera í skrappheimum júní 3, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:36 f.h.

Er bara skelfing löt við allt. Skil þetta bara ekki. Hef varla kíkt á bloggheima undanfarna daga, hef legið aðeins yfir Gray’s anatomy og er núna langt komin með þriðju seríu…ég sem hafði ekki séð einn einasta þátt fyrir mánuði síðan hehe 🙂

Reyndar gerðist það í skrappheimum að ég tók þátt í Barböruáskorun og síðan mín vann, mér til miiiiiikillar undrunar. Og gleði auðvitað, alltaf gaman að vinna eitthvað. Það voru svo flottar síður í keppninni, margar sem mig langar að skrapplifta….svona ef mér skyldi detta í hug að fara að skrappa einn daginn 😉 Eitthvað hef ég samt verið að dunda mér í kortagerð, mér finnst rosalega gaman að gera kort. Á svo mikið af stimpladóti og bleki orðið að ég get gert svo margt skemmtilegt. Set inn eitthvað af þeim við tækifæri.

Annars er nóg að gera hjá mér framundan, ég þarf að taka margt í gegn hér á heimilinu næstu daga, svo er ættarmót sem ég og frænka mín og frændi sjáum um og hellingur að gera fyrir það, barnaafmæli þar sem skottan mín verður 5 ára. Svo er það vinnan sem mér finnst nú taka ansi mikinn tíma frá mér en ég er eiginlega ekki í stuði til að vinna, finnst ég hafa bara nóg að gera hér á heimilinu og með krökkunum. Hlakka til að fara í frí um miðjan júlí. En ég er að læra helling þarna í vinnunni sem mér veitir ekkert af þar sem ég er frekar reynslulaus enn sem komið er. Ég ætla að reyna að fara bloggrúnt í dag og sjá hvað þið eruð að gera 🙂