Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Ekki mikið um að vera í skrappheimum júní 3, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:36 f.h.

Er bara skelfing löt við allt. Skil þetta bara ekki. Hef varla kíkt á bloggheima undanfarna daga, hef legið aðeins yfir Gray’s anatomy og er núna langt komin með þriðju seríu…ég sem hafði ekki séð einn einasta þátt fyrir mánuði síðan hehe 🙂

Reyndar gerðist það í skrappheimum að ég tók þátt í Barböruáskorun og síðan mín vann, mér til miiiiiikillar undrunar. Og gleði auðvitað, alltaf gaman að vinna eitthvað. Það voru svo flottar síður í keppninni, margar sem mig langar að skrapplifta….svona ef mér skyldi detta í hug að fara að skrappa einn daginn 😉 Eitthvað hef ég samt verið að dunda mér í kortagerð, mér finnst rosalega gaman að gera kort. Á svo mikið af stimpladóti og bleki orðið að ég get gert svo margt skemmtilegt. Set inn eitthvað af þeim við tækifæri.

Annars er nóg að gera hjá mér framundan, ég þarf að taka margt í gegn hér á heimilinu næstu daga, svo er ættarmót sem ég og frænka mín og frændi sjáum um og hellingur að gera fyrir það, barnaafmæli þar sem skottan mín verður 5 ára. Svo er það vinnan sem mér finnst nú taka ansi mikinn tíma frá mér en ég er eiginlega ekki í stuði til að vinna, finnst ég hafa bara nóg að gera hér á heimilinu og með krökkunum. Hlakka til að fara í frí um miðjan júlí. En ég er að læra helling þarna í vinnunni sem mér veitir ekkert af þar sem ég er frekar reynslulaus enn sem komið er. Ég ætla að reyna að fara bloggrúnt í dag og sjá hvað þið eruð að gera 🙂

 

8 Responses to “Ekki mikið um að vera í skrappheimum”

 1. Ólöf Ösp Says:

  þessi síða er geggjuð!!
  stiplarnir eru æðislegir, rosalega flott að nota eyrnalokkaskrautið svona, pappírinn er líka æði 🙂

 2. Þórunn Says:

  Til hamingju með vinninginn og þessa glæsilegu síðu!

 3. Helga L. Says:

  þessi síða er gjörsamlega geggjuð 😀 ekki skrítið að þú hafir unnið 🙂

 4. hannakj Says:

  Ferlega flott síða!! til lukku!

 5. stína fína Says:

  ekkert skrítið þó svo þú hafir unnið með þessari beautiful síðu ;O) til hamingju :O)

 6. barbarahafey Says:

  Ótrúlega flott síða Bryndís 😉 Þú ert vel að sigrinum komin! Ég mun halda aðra svona áskorun í haust/vetur 😉 með vinningum auðvitað 😀 Það er alltaf gaman að taka þátt í áskorun og reyna við fancý vinning í leiðinni 😉 Hver veit nema að þá verð eitthvað stöff frá útlöndum í verðlaun 😉

 7. Pálina Says:

  Gullfalleg síða. Til hamingju með sigurinn í Barbörukeppni.

 8. Sara Says:

  Til hamingju með sigurinn
  Æðislega falleg síða, svo flottir litir í henni og falleg mynd 🙂

  Sara


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s