Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Nýtt kort og sumarfrí :) júlí 17, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:14 e.h.

Ég gerði þetta kort áðan. Er að spá í að nota það um helgina þar sem pabbi verður áttræður á föstudaginn. Ég prófaði í fyrsta sinn að nota tússlitina á stimplana og er rosa ánægð með hvernig það kemur út. Þarf að leika mér meira með þessa stimpla mína 🙂

 

Komandi frí og afmælisdagbók. júlí 15, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:39 f.h.

Nú á ég aðeins tvær vaktir eftir, eina í kvöld og svo síðustu í fyrramálið, þannig að kl 16 á morgun er ég komin í mjög svo langþráð sumarfrí. Mér er nú farið að líka ágætlega við að vinna þarna eftir að ég komst inn í hlutina og fór að kynnast fólkinu svo kannski á maður eftir að vinna aftur þarna seinna. En ….langþráða sumarfríið mitt er í sjónmáli og það verður sko notað vel. Bæði í skrapp, ferðalög og til að laga til í kringum mig.

Á skrappborðinu mínu er afmælisdagbók í framleiðslu. Mjög gaman að gera svoleiðis og ég fer alveg að verða búin með kápuna, er reyndar að bíða eftir smá í póstinum til að geta lokið við hana 😉 Það ætti að koma í vikunni.

 

Nú fer að róast júlí 6, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 5:46 e.h.

Jæja, aldeilis verið fjör og mikið um að vera hjá mér undanfarið. Mikil vinna og svo var ættarmót haldið á Skagaströnd og var ég einn af skipuleggjendunum. Það heppnaðist frábærlega og allir ofsa ánægðir að hittast öðruvísi en í jarðaförum. Heil 17 ár síðan síðasta ættarmót var í þessari fjölskyldu og ansi margir látnir síðan. Svo strax eftir ættarmótið fóru tveir synir mínir til útlanda, annar til Spánar í handboltakeppnisferð og hinn til Danmerkur á Hróarskeldu. Og ég að vinna og skipuleggja Akureyrarferð sem við fórum svo fyrir rúmri viku síðan og í gær komum við aftur heim. Nú er 9 daga vinnutörn framundan hjá mér og síðan kemur langþráð sumarfrí!!

Þessa viku sem ég var fyrir norðan hafði ég hvorki netið né skrappdótið mitt svo ég tók upp á því að lesa tvær sjálfsævisögur, önnur heitir Brennd lifandi og hin er ævisaga Rögnu Aðalsteinsdóttur í Djúpinu, báðar mjög áhrifaríkar. Las þær á tveim dögum hehe og þá vantaði mig eitthvað að gera svo ég keypti garn og byrjaði að hekla dúkkuteppi fyrir „barnabarnið“ mitt. Um leið og ég vaknaði í morgun gerði ég eitt stykki kort, notaði bæði nýja purple cow hnífinn minn og cuttlebugvélina mína….ekkert smá gaman 🙂 Kortið sendi ég svo til vinkonu minnar sem ég hef ekki heyrt í lengi og langaði að gleðja hana.

Ég ætla svo að njóta þess að skrappa og kortast þegar ég kemst í sumarfríið mitt. Þarf að klára að gera jólakortin og svona 😉 Nú ætla ég að fara blogghring og sjá hvað þið hafið verið að gera 🙂