Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Nú fer að róast júlí 6, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 5:46 e.h.

Jæja, aldeilis verið fjör og mikið um að vera hjá mér undanfarið. Mikil vinna og svo var ættarmót haldið á Skagaströnd og var ég einn af skipuleggjendunum. Það heppnaðist frábærlega og allir ofsa ánægðir að hittast öðruvísi en í jarðaförum. Heil 17 ár síðan síðasta ættarmót var í þessari fjölskyldu og ansi margir látnir síðan. Svo strax eftir ættarmótið fóru tveir synir mínir til útlanda, annar til Spánar í handboltakeppnisferð og hinn til Danmerkur á Hróarskeldu. Og ég að vinna og skipuleggja Akureyrarferð sem við fórum svo fyrir rúmri viku síðan og í gær komum við aftur heim. Nú er 9 daga vinnutörn framundan hjá mér og síðan kemur langþráð sumarfrí!!

Þessa viku sem ég var fyrir norðan hafði ég hvorki netið né skrappdótið mitt svo ég tók upp á því að lesa tvær sjálfsævisögur, önnur heitir Brennd lifandi og hin er ævisaga Rögnu Aðalsteinsdóttur í Djúpinu, báðar mjög áhrifaríkar. Las þær á tveim dögum hehe og þá vantaði mig eitthvað að gera svo ég keypti garn og byrjaði að hekla dúkkuteppi fyrir „barnabarnið“ mitt. Um leið og ég vaknaði í morgun gerði ég eitt stykki kort, notaði bæði nýja purple cow hnífinn minn og cuttlebugvélina mína….ekkert smá gaman 🙂 Kortið sendi ég svo til vinkonu minnar sem ég hef ekki heyrt í lengi og langaði að gleðja hana.

Ég ætla svo að njóta þess að skrappa og kortast þegar ég kemst í sumarfríið mitt. Þarf að klára að gera jólakortin og svona 😉 Nú ætla ég að fara blogghring og sjá hvað þið hafið verið að gera 🙂

 

6 Responses to “Nú fer að róast”

 1. Helga J. Says:

  Geggja kort og sætt af þér að ætla að gleðja vinkonu þína með því:O)

 2. Rósa Björg Says:

  Mjög fallegt kort hjá þér. Ertu að fara að byrja á jólakortunum? Ég ætti kannski að taka þig mér til fyrirmyndar.

 3. Bryndís H. Says:

  Já Rósa, ég er í skóla á veturnar og hef bara ekki tíma í desember til að gera jólakortin þá svo ég ætla alveg að klára þann pakka núna, jafnvel að skrifa í þau 😉

 4. Hulda P Says:

  geggjað kort!!!
  ég komst í kortagírinn í gær en þá kláraðist auðvitað límið mitt 😦
  Endilega kíktu á nýju skrappbloggsíðuna mína!

 5. Svana Says:

  geggjað kort ,þú verður sko ekki í vandræðum með að finna þér eitthvað að gera í fríinu 🙂 gott hjá þér að byrja að j-kortunum ,ég var einmitt að hugsa það um daginn hvort mar ætti ekki að nota þessa kortaorku í það bara 🙂

 6. Þórunn Says:

  Æðislegt kort!!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s