Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Loksins ágúst 22, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:37 e.h.

Loksins tókst mér að setjast niður og kortast smá…og þetta er afraksturinn 🙂

Þetta er bara úr sama efnivið og fyrri kort, buggað með sitthvoru munstrinu og stimplað með SU 😉 Ég er mjög sátt við þessa „línu“ hjá mér svo næstu kort munu verða svipuð bara. Kræst hvað ég á erfitt með að bíða eftir pönsunum og böggmótunum sem eru í póstinum!!

 

Jóla hvað! ágúst 20, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:46 e.h.

Jebb….enn eitt jólakortið og þau munu halda áfram að streyma næstu daga. Ég ætlaði mér að klára tvö kort í kvöld en ég er svo hrikalega lengi að þessu að ég náði ekki að klára seinna kortið…var bara búin á því 😉 Enda hef ég verið svo dugleg í dag. Ég hjólaði niður í Elliðárdal og þegar ég kom heim tók ég svefnherbergið í gegn….svaka dugleg sko!

Þetta kort er úr Bazzil, BG Fruitcake, stimplað með SU og embossað með bugginu.

 

Hér kemur eitt í viðbót :) ágúst 19, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:31 e.h.

Þetta er gert úr Bazzil og BG Fruitcake. SU stimpill og hann er embossaður með SU silfri…nema hvað!

 

Og þau koma eitt af öðru :)

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 1:05 f.h.

Enda veitir ekkert af, þarf að gera alveg slatta af jólakortum 😉 Þetta er alveg úr sama efnivið og hitt korið sem ég setti inn fyrr í kvöld.

 

Ekkert lát á jólakortunum ágúst 18, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:45 e.h.

Bara framleiðsla í gangi sko! Þetta kort er úr Bazzil og BG Fruitcake minnir mig að hann heiti og stimpillinn er SU. Svo kemur cuttlebug eitthvað nálægt þessu líka 🙂

Ef þið smellið á myndina getið þið skoðað hana stærri.

 

Og enn streyma fram jólakort ágúst 17, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:33 e.h.

Enda veitir ekkert af, skólinn hefst eftir rúma viku og þá verður sennilega ekki mikill tími til korta- eða skrappgerðar 😦 …bara endalaus verkefnavinna! ..og lærdómur og klínískt nám sem er reyndar skemmtilegt svo þetta er ekki alslæmt. Ég er bara ekki í stuði að byrja alveg strax, væri til í mánuð í frí í viðbót 😉

En hér er kortið:

Þetta er gert úr Bazzil, BG jólapp frá því í fyrra, man ekki hvað hann heitir og svo nýju SU stimplunum mínum 🙂 Stimplaði blómið tvisvar og litaði með SU túss og klippti þau síðan út. Ég notaði líka baroque stimpilinn (SU) á borðann undir blóminu.

 

Jólakort í náttúrulitunum ágúst 16, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:00 e.h.

Pínulítið skrítið en mér finnst það kúl. Mjög skemmtilegt að gera munstraðan pp sjálf og ég á eftir að gera meira af því. Litirnir í þessu korti koma samt ekkert vel út eftir skönnun, óþolandi! …þessi pp sem lítur út fyrir að vera rauður er brúnn og sá sem er undir honum er mosagrænn. Svo er kortið úr Bazzil craft. Stimplarnir eru nottla SU.

Mikið langar mig í allskonar pönsa núna, ég verslaði nokkra um daginn á ebay og það er skelfilegt að þurfa að bíða. Ég vildi að svona fengist hér á landi. Svo þegar eitthvað spennandi fæst hér þá er það til í korter og síðan þarf að bíða í tvo mánuði eða eitthvað eftir næstu sendingu.

 Næst á dagskrá er að búa til einhverja litla tösku úr pp til að gefa frænku minni. Ég pantaði handa henni stimpil með persónulegri áritun sem ég ætla að færa henni og mig langar að hafa hann í svona flottum pp poka. Ég er búin að sjá svo marga geeeeðveikt flotta á netinu undanfarið! Jamm 🙂

Ég bætti við fullt af linkum á allskonar stimplasíður hér í linkasafnið mitt og mun koma með miklu meira því tengt á næstunni. Fann alveg helling um daginn þegar ég var eitthvað að vafra 😉