Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Má ég kynna ykkur… september 29, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:56 e.h.

…fyrir henni nýju vinkonu minni Cosmobellu sem flutti ásamt nokkrum systrum sínum hingað til mín í dag. Ég sat í dag og klippti út EZ jukk og varð öll klístruð…oj hvað það er leiðinlegt að klippa þetta, ég held bara að skærin mín séu ónýt.

Þetta mun vera Bazzil pp og chatterbox. Stimpillinn er Cosmobella og hún er stimpluð á SU shimmery white og er lituð með SU tússum.

 

Bleikt september 28, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:53 e.h.

Bleikt kort í dag vegna allrar bleiku umræðunnar á skrappspjallinu 😉  Gerði þetta meðan ég hlustaði á fyrirlestur um fæðingu…mjög skemmtilegt 🙂

Þetta er ekki haungull….þetta er panduro stimpill 🙂  PP er Bazzil og FP. Blómið er prima. Myndin er lituð með trélitum og dreift úr með sansador.

 

Haunglar eru bestir! september 27, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:40 e.h.

Allavega þessa dagana, ég er svo kolfallin fyrir þeim, það er svo gaman að lita þá 🙂 Mér tókst að setjast niður í dag eftir tiltekt á heimilinu og gera kort á meðan maturinn mallaði í ofninum. Ég var búin að ætla mér að gera annað kort í kvöld en er bara orðin svo þreytt að það kæmi sennilega ekkert flott út úr því. Ég er yfirleitt of þreytt á kvöldin til að sitja og föndra…..en ekki láta ykkur detta í hug að ég sé að verða gömul samt! …er bara unglamb 😉  Æi…ég hef lítið að blaðra um svo hér kemur bara kortið:

Kortið sjálft er úr Bazzil, svo er þarna jólaBG og SU cardstock. Myndin er stimpluð á þann dásamlega fallega pp shimmery white, ef þið skoðið vel þá sjáið þið að hann glitrar 😉 …voða fínt. Svo er myndin lituð með SU tússum.

 

Öll í henglum september 24, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:23 e.h.

Grænt er vænt. Ég á svo fáa liti að kortin mín verða öll frekar lík. Ég væri sko til í að eiga miklu fleiri svona stimpla…þeir eru svo endalaust sætir! Það var lítið sofið hér síðustu nótt…skottan var með verki í eyrum og alltaf að vakna, klukkan var að ganga fimm þegar ég loks sofnaði og við sváfum til kl 9 í morgun. Ég er því frekar þreytt og nenni ekki að gera kort í kvöld. Ég litaði samt einn stimpil áðan og ætla að dunda mér við að klippa hann út á eftir 🙂

Á morgun ætla ég að rembast við að læra. Ég var búin að ætla mér það í dag en var alltof syfjuð og svo voðalega upptekin af netinu eitthvað 😉 Ég þarf að fara að liggja yfir náminu til að lenda ekki í veseni þegar líður að prófum. Reynslan hefur sýnt mér að þó það sé engin kennsla meðan verknámið fer fram og maður telur sig getað lært þá….þá er það bara ekki þannig. Maður er úrvinda eftir vaktirnar.

 

Þakkarkort september 23, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:45 e.h.

Hrikalega finnst mér gaman að dúllast með henglana mína, lita og klippa út 🙂 Gerði þetta kort í gærkvöldi og býst við að gera eitt í kvöld þegar ég nenni að standa upp úr sófanum. Það var mjög gaman að gera svona bleikt kort. En jæja, það er ekkert mikið meira um þetta að segja, þetta er frekar einfalt kort.

Þetta er Bazzil og Fancy pants, borðarnir eru minnir mig American crafts, perlurnar eru bara keyptar í Garðheimum, blómið lenti í bögginu.

 

Haunglar september 22, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 4:52 e.h.

Fín íslenskuþýðing á þessum stimplum hjá henni Svönu hehe 🙂 Ég á loksins svona stimpla og það varð til þess að mig langar sko í fleiri, þeir eru bara bjútí. Ég gerði kort áðan með einum og mér finnst rosalega gaman að gera svona kort.

Þetta er Bazzil, BG – Mellow og stimpillinn er haungull hihi 🙂 Litaður með venjulegum trélitum og strokið út með sansador vökva. Blómið og laufin eru prima.

 

Jólakort

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:56 f.h.

Þá er það frumraunin með svona fígúrustimpla. Ég er reyndar í vandræðum með litina mína því ég á ekki alveg nógu fallegan rauðan lit. Keypti einn í Skólavörubúðinni um daginn en þegar ég fór að dreifa úr honum varð hann hálf appelsínugulur eins og sést. En ég fæ flotta liti fljótlega….svona ef þeir týnast ekki í póstinum eins og einhverjir pakkar sem ég bíð og bíð eftir. Þolinmæðin alveg að bresta sko! 😉

Ég hlakka til að gera fleiri svona kort. Þó svo ég búist ekki við því að geta gert svona flott kort eins og margar kellur eru að gera.

Þetta kort er gert úr Bazzil, BG jólapp, vatnslitapp, magnolia stimpill, venjulegir trélitir og sansador vökva (er nottla að herma eftir Svönu 🙂 )

 

Jei! september 20, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 2:26 e.h.

Kommentakerfið er komið í lag 🙂

 

Haldið ekki að.. september 17, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:05 e.h.

…ég hafi bara sest niður og gert kort 🙂 Þetta kort er handa honum brósa mínum sem verður 45 ára á morgun. Hundgamall, en hann er næstur mér í aldri af bræðrum mínum..næsti þar á undan er 14 árum eldri en ég, einn er 16 árum eldri og sá elsti er 21 ári eldri en ég.  Ég fékk þennan stimpil í dag ásamt nokkrum magnolíu stimplum sem eru sko algjört kjútí.

Kortið sjálft er úr Bazzil og stimpillinn er SU. Myndin er lituð með SU trélitum og SU bleki. Blómin eru prima.

Ég á fullt af nýju dóti sem ég á eftir að prófa ennþá. Ég er að bögglast við að læra eitthvað, reyna að láta það ganga fyrir, hef ekki verið dugleg við það undanfarið. Ef ég er dugleg að læra á daginn þá ætti ég að geta gert kort á kvöldin, á enn eftir slatta af jólakortum 😉

 

Lítið að gerast september 5, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:35 f.h.

Í föndurheimum er bara rólegt þessa dagana, en því meira að gera í pöntunarbransanum og ég tala nú ekki um í skólanum. Þar fór allt á fullt á fyrsta degi þar sem nú er verið að kenna á aðeins 7 vikum það sem ætti að kenna á 14 vikum en það kemur til vegna þess að klíníska námið er svo langt á þessari önn. Mér féllust alveg hendur þegar ég prentaði út öll ósköpin fyrir fyrstu vikuna. Hef bara aldrei prentað svona mikið út fyrir eina viku….kláraði heilt prenthylki!

En…á föstudaginn, þá er frí hjá mér og ætlar frænka mín að koma í heimsókn og ég ætla að smita hana illilega af stimplaveikinni HOHOHO! Ég er nýbúin að smita eina frænku mína af þessari mjög svo skemmtilegu veiki…mér til ómældrar ánægju 🙂 Þá er ég ekki lengur sú EINA í fjölskyldunni sem er í þessu stússi.

Aftur að föstudeginum næsta, þá ætla ég að gera nokkur jólakort og skella hér inn á síðuna. Á sunnudaginn bruna ég svo norður í staðarlotu og kem ekki heim fyrr en á föstudagskvöldið aftur.