Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Lítið að gerast september 5, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:35 f.h.

Í föndurheimum er bara rólegt þessa dagana, en því meira að gera í pöntunarbransanum og ég tala nú ekki um í skólanum. Þar fór allt á fullt á fyrsta degi þar sem nú er verið að kenna á aðeins 7 vikum það sem ætti að kenna á 14 vikum en það kemur til vegna þess að klíníska námið er svo langt á þessari önn. Mér féllust alveg hendur þegar ég prentaði út öll ósköpin fyrir fyrstu vikuna. Hef bara aldrei prentað svona mikið út fyrir eina viku….kláraði heilt prenthylki!

En…á föstudaginn, þá er frí hjá mér og ætlar frænka mín að koma í heimsókn og ég ætla að smita hana illilega af stimplaveikinni HOHOHO! Ég er nýbúin að smita eina frænku mína af þessari mjög svo skemmtilegu veiki…mér til ómældrar ánægju 🙂 Þá er ég ekki lengur sú EINA í fjölskyldunni sem er í þessu stússi.

Aftur að föstudeginum næsta, þá ætla ég að gera nokkur jólakort og skella hér inn á síðuna. Á sunnudaginn bruna ég svo norður í staðarlotu og kem ekki heim fyrr en á föstudagskvöldið aftur.

 

One Response to “Lítið að gerast”

  1. barbara Says:

    dugleg stelpa 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s