Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Jólakort september 22, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:56 f.h.

Þá er það frumraunin með svona fígúrustimpla. Ég er reyndar í vandræðum með litina mína því ég á ekki alveg nógu fallegan rauðan lit. Keypti einn í Skólavörubúðinni um daginn en þegar ég fór að dreifa úr honum varð hann hálf appelsínugulur eins og sést. En ég fæ flotta liti fljótlega….svona ef þeir týnast ekki í póstinum eins og einhverjir pakkar sem ég bíð og bíð eftir. Þolinmæðin alveg að bresta sko! 😉

Ég hlakka til að gera fleiri svona kort. Þó svo ég búist ekki við því að geta gert svona flott kort eins og margar kellur eru að gera.

Þetta kort er gert úr Bazzil, BG jólapp, vatnslitapp, magnolia stimpill, venjulegir trélitir og sansador vökva (er nottla að herma eftir Svönu 🙂 )

 

11 Responses to “Jólakort”

 1. Svana Says:

  jei mér finnst þetta æðisleg frumraun hjá þér !!! æfingin skapar meistarann var mér sagt og ég vona að ég nái því að æfa mig mikið svo ég verði meistari hehe

  ertu búin að kaupa prismaliti ? þeir eru bara æði

 2. Helga L. Says:

  úúú hvað þetta er svo krúttlegt kort 😀 geggjað alveg

 3. Elísabet Says:

  Geggjað kort hjá þér skvís

  Hvað er sansador vökvi?

  kveðja Elísabet

 4. Svana Jóna Says:

  Geggjað kort hjá þér 😀

 5. Bryndís H. Says:

  Elísabet..sansador vökvi er held ég bara lyktarlaust white sprit.

 6. magga Says:

  Sætt kort…þið eruð nú meiru kortasnillarnir! 😀

  Hvað eru prisma litir?

 7. Gilla Says:

  Æðislegt kort hjá þér, flottir litir í kortinu sjálfu og myndin audda bara æði.

 8. Hulda P Says:

  litirnir fara í póst á mánudaginn 🙂 ég var svo að fá mína í dag…reyndar bara 12 stk. en ég get nú kannski nýtt mér afsláttinn minn í A.C. Moore til að versla fleiri 😮
  Kortið er nú bara geggjað!!!

  Og svo ég svari nú Möggu fyrir þig þá eru Prisma litir bestu trélitirnir á markaðnum!

 9. Elísabet Says:

  OG hvar fær maður þessa frægu prisma liti og einnig þennan fræga sansador vökva.

  Ein sem langar rosalega að verða svona klárar eins og þið hehe

 10. Bryndís H. Says:

  Prismaliti pantaði ég mér á ebay og sansador vökva keypti ég í litir og föndur 🙂

 11. Sirrý Says:

  Sæl Bryndís

  Langaði að spyrja þig hvaða prismaliti þú pantaðir? Ég ætlaði að fara að panta þessa liti og varð bara þvílíkt rugluð af öllum gerðunum. Eru það þá watercolors?

  kveðja Sirrý


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s