Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Sveinki október 26, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:48 e.h.

Ég hef svosem ekkert mikið að babbla núna. Gerði þetta kort um daginn, hef ekki gefið mér tíma til að föndra neitt síðustu daga, er á kafi bara í að sinna heimili og skóla. Meira vesenið á manni að vera í skóla kominn á þennan aldur hehe …..ojæja, ég á bara eftir eitt og hálft ár svo ég verð að þrauka! Ég er í rosalega litlu skólastuði sem kemur sér bara mjög illa núna. Þarf svo að taka mig á og vera dugleg að lesa.

Þetta er Bazzil og BG pp

Stimplað á SU pp með Stazon og stimpillinn er Wipper Snapper

Myndin lituð með SU tússum og svo datt eitthvað glimmer hér og þar á hana.

 

Fyrsti hittingurinn! október 25, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:34 f.h.

Ég fór á smá hitting í fyrsta sinn í gær en það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður 😉 Það var auðvitað mjög gaman en ég afrekaði nú ekki mikið. Náði að lita eina mynd …ðats it. En um daginn gerði ég þetta jólakort og ég byrjaði á bakhliðinni, hún átti að vera framhlið en svo var ég ekki sátt við það og ákvað að gera framhliðina að bakhlið 😉

Bakhliðin:

Þetta kort er gert úr Bazzil og BG pp.

Myndin er stimpluð með Stazon á Shimmery White Cardstock sem er frá SU og lituð með SU tússum og eitthvað glimmer lenti þarna á líka.

Svo er borðinn frá American Krafts minnir mig að það heiti 😉

 

Stund milli stríða! október 22, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:43 e.h.

Nú er smá breik í verknáminu og mér gafst smá tími til að skrappa eins og nokkur jólakort 🙂

Þetta er hangel stimpill, litaður með prismacolor og sansador. Svo er eitthvað glimmer þarna líka. PP er BG og Bazzil. Gyllta jólatréð fékk ég í RAK-i fyrir löngu síðan 🙂 Ég held að mér fari bara aftur í kortagerðinni, er ekkert rosa ánægð með þetta kort og var lengi að böggla því saman. Maður virðist bara ekki mega taka sér pásu 😉

Ég sýni svo nýtt kort á morgun 🙂

 

Annað kort! október 6, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 8:59 e.h.

Ég á nú að vera að gera allt annað en að dunda mér við að gera kort, en það er nottla þessi dagur í dag og maður verður jú að taka þátt 😉 Ég hefði viljað gera eitt enn í kvöld …sé til 😉

Þetta er Bazzil pp og BG, smá bugg og magnolia stimpill litaður með SU tússum 🙂

 

Alþjóðlegi kortadagurinn!

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 4:12 e.h.

Er í dag og af tilefni þess gerði ég þetta kort. Þetta er frumraunin mín í að gera kort með glimmeri. Mér fannst líka svolítið smart að gera svört snjókorn 😉 Ég á svo eftir að gera annað kort í dag 😉

Þetta er Bazzil pp og vellum. Stimplað með stazon (þvílíka möndlulyktin af blekinu!! ) og einhverju embossing bleki og á þetta hellti ég SU heat & stick powder. Þar næst hellti ég svörtu glimmeri yfir mig og allt í kringum mig, smá lenti á kortinu og ég hitaði það svo og burstaði ég glimmerið af. Eftir þetta glitrar húsið mitt í hólf og gólf og eflaust ég líka 😉

 Gleðilegan kortadag stelpur!

 

Enn eitt jólakortið október 2, 2007

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:47 e.h.

Frænka mín heimsótti mig í dag. Við ætluðum að gera kort en byrjuðum á að kíkja í tvær búðir og versla smotterí. Fórum svo heim og við vorum að langt frameftir og ég gerði þetta kort hér, hefði getað gert fleiri en ég nennti því ekki. Var ekki í stuði en dundaði mér við að prófa hinar ýmsu stimpl-aðferðir á meðan frænka mín kláraði sitt kort.

PP: Bazzil og BG og SU-shimmery white

Silfurspotti

Stimplað með Stazon og litað með SU tússum

Hjartað komst í buggið, ásamt BG bakgrunninum.