Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Beibí beibí maí 31, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:40 e.h.

Jæja …loksins komið kort 😉 Ekki alveg að standa mig í að setja inn kort á dag enda frekar óraunhæft markmið hjá mér kannski. Hef jú ýmislegt annað að gera en að kortast. Nú er maður farinn að vinna svo það er ekki alltaf tími fyrir kort. Svo þarf maður víst að vera í stuði líka. En í dag tókst mér að gera kort. Hafði það loksins af að nota nestabilities mótin mín og þar opnast bara nýr heimur í þessu kortastússi. Hlakka til að halda áfram að nota þau 🙂 

Þetta kort er gert úr:

Pappír: Bazzil og BG

Stimpill: Papilio

Blek: Stampin Up

Skraut: Prima blóm og einhver borði. 

 

Smá bið maí 16, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:13 f.h.

Eftir korti dagsins, ég get ekki klárað það fyrr en í kvöld 😉 

 

The card of the day will be here tonight 😉 

 

Endalausar magnoliur maí 15, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 6:15 e.h.

Ég fæ bara ekki nóg af því að gera kort með þessum magnolium, ferlega skotin í þeim eitthvað 🙂 Veit ekki hvort mér takist alveg að setja inn eitt kort á dag, ég er svo lengi að gera eitt svona kort. En….ætla að reyna eins og ég get 🙂 

Þetta kort er gert úr: 

Pappír: Bazzil og Fancy Pants

Blek og litir: Brilliant blek og copic’s litir

Skraut: American Craft borði og Prima blóm, MM brads. 

 

Kort dagsins maí 14, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 1:07 e.h.

Er nú bara unnið í fljótheitum og er því bara frekar einfalt, en það verður bara að hafa það 😉 Maður er nú ekkert að sitja inni í svona góðu veðri og leika sér eða hvað! Ég stefni nú bara á að kíkja á skagann í heimsókn til frænku minnar 🙂 

Pappír: Bazzil og Fancy pants

Blek og litir: Brilliant, SU blek og Copic’s

Skraut: American crafts borði, einhver tala og MM sylgja. 

 

Sumarleg maí 13, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:41 f.h.

Sumarlegt og sætt 🙂 Agalega krúttlegar þessar magnolíur. Get ekki beðið eftir að það komi nýjar! 

Í þetta kort notaði ég:

Pappír: Bazzil,  Basic Gray og hvítan pp frá Papertray Ink 

Blek og litir: Brilliant blek og Copic’s litir. Hvítur gel penni, en hann sést varla. 

Skraut: Ric Rac borði frá Doodlebug, Primablóm, eitthvað brads og steina…..man ekkert hvað þetta heitir annars hehe 🙂 

 

 

Litla skvísan maí 12, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:01 f.h.

 

Kort á dag….kemur skapinu í lag 😉 

Pappír: Bazzil og Basic Gray

Stimpill: Magnolia

Litir og blek: Brilliant blek og Copic’s litir

Skraut: Prima blóm, brads og blúnda. 

 

Magnoliustrákur og hundurinn hans maí 11, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:56 f.h.

Mikið er gaman að gera svona kort! Ég ætla að stefna að því að setja inn nýtt kort daglega meðan ég er heima, svo þið verðið bara að vera duglegar að kíkja 🙂 Þetta er fyrsta kortið sem ég geri þar sem ég lita með flottu Copic’s litunum mínum. Þeir eru ferlega skemmtilegir en maður þarf svona aðeins að læra á þá og ég held að það sé bara allt að koma hjá mér. Mig vantar helst fleiri liti! 

Þetta kort er úr: 

Pappír: Bazzil og Stampin ‘ Up

Stimpill: Magnolia

Litir: SU blek, Brilliant og Copic’s 

Skraut: Notaði Cuttlebug til að gera mynstur í pp og einhver brads

 

Brúðarkort maí 10, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 5:16 e.h.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kláraði síðasta prófið mitt, sem var í gær, var að setjast niður og gera þetta brúðarkort. Ég gerði þetta fyrir eina bekkjarsystir mína sem er að fara í brúðkaup í dag. Nú get ég loksins farið að framleiða kort aftur og ætla að vera dugleg í sumar að kortast, kannski skrappa einhverjar síður og versla mér hitt og þetta 🙂 Ég hef bara varla komið við dótið mitt síðan einhverntíman í vetur og er því farið að klæja í fingurnar að gera eitthvað 🙂 

 

Þetta kort er gert úr: 

Bazzil Bling og venjulegum Bazzil

American Craft borða

SU stimpill

Eitthvað brads og heklað blóm eftir mömmu 🙂