Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Annað brúðarkort júní 20, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 10:25 f.h.

Ég gerði þetta kort um daginn fyrir mágkonu mína sem er að fara í brúðkaup. Hér hefur verið í nógu að snúast, hef verið að vinna og svo undirbúa afmæli heimasætunnar sem varð 6 ára í gær á kvennréttindadaginn. Hún var alveg himinlifandi með daginn 🙂 Vonandi fer ég nú að hafa betri tíma til að gera kort. Það styttist í að maður þurfi að byrja á jólakortunum 😉 

 

 

Hjólabrettaskvísa júní 2, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:33 e.h.

Ah, ég var ekki alveg nógu ánægð með þetta kort, er búin að rífa það upp tvisvar til að laga og breyta og ætla ekki að breyta því meira. Geri bara betur næst. Ég er svo skotin í þessum Papiliostimplum, hver öðrum fallegri. 

Þetta kort er gert úr Bazzil og nýja BG pp. Myndin er stimpluð á vatnslitapappír með Stazon bleki og lituð með SU bleki.