Skrappað og skrafað

….já og stimplað!

Brúðarkort maí 10, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 5:16 e.h.

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kláraði síðasta prófið mitt, sem var í gær, var að setjast niður og gera þetta brúðarkort. Ég gerði þetta fyrir eina bekkjarsystir mína sem er að fara í brúðkaup í dag. Nú get ég loksins farið að framleiða kort aftur og ætla að vera dugleg í sumar að kortast, kannski skrappa einhverjar síður og versla mér hitt og þetta 🙂 Ég hef bara varla komið við dótið mitt síðan einhverntíman í vetur og er því farið að klæja í fingurnar að gera eitthvað 🙂 

 

Þetta kort er gert úr: 

Bazzil Bling og venjulegum Bazzil

American Craft borða

SU stimpill

Eitthvað brads og heklað blóm eftir mömmu 🙂 

 

Fermingarkort mars 24, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:23 e.h.

Lítill tími hefur gefist í kortagerð að undanförnu, skólinn verður víst að ganga fyrir. Ég gerði samt nokkur fermingarkort um daginn og hér er eitt þeirra: Þetta kort er gert úr Bazzil, BG pp og primablómum.  

 

Magnolia enn á ferð janúar 29, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 2:10 e.h.

Og munu halda áfram að vera á ferðinni því ég fer alveg að fá nýju stimplana mína sem ég pantaði mér um daginn  🙂 Ég er svo gjörsamlega kolfallinn að mér finnst bara hönglarnir blikna við hliðina á magnoliunum núna 😉  Það hefur verið nóg að gera hjá mér en samt hef ég gefið mér tíma til að gera eitt og eitt kort. Ég er á kafi í verknámi þessa dagana, var til dæmis viðstödd keisara í gær í fyrsta sinn, þvílík upplifun!! 🙂 🙂 Svo hafa veikindi herjað á okkur hér á heimilinu, ég byrjaði á að fá streptokokkasýkingu í hálsinn en er nú orðin góð, síðan veiktist stelpuskottið og er að jafna sig. Hinir hafa verið að kljást við kvef. Vonandi erum við búin í þessum veikindapakka núna!  Þetta er Bazzil og SU pp, smá BG pp líka. Prima blóm og eitthvað brads. Magnolia stimpluð á vatnslitapp, lituð með SU bleki, Distress bleki og hvítum penna. Notaði líka FP stimpla til að gera dúddlið.  

 

Tilda á bekknum að tjilla í sólinni :) janúar 26, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 11:00 e.h.

Mikið var gaman að gera þetta kort!  Þetta er eitthvað karton og BG pp, white cardstock frá SU. Ég gerði bakgrunninn með SU bleki og svampi. Stimpilarnir eru allir frá Magnolia og eru litaðir með SU bleki nema bekkurinn er litaður með Prisma.  

 

Er í krúttgírnum janúar 23, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 9:11 e.h.

Eitt bleeeeeeikt kort tilbúið 🙂 Svona sumarlegt og fínt sem tilheyrir kannski ekki beint veðrinu úti.  Bazzil Bling, FP pp, prima blóm, einhverjar tölur og brads, vatnslitapp og magnolia….en ekki hvað 😉 Lituð með SU bleki.  

 

Magnolia í rigningu

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 3:03 e.h.

Mér finnst þessir stimplar geggjaðir enda var ég að panta mér slatta í gær og á orðið dágóðan helling af þessum stimplum 😉 Mér finnst fátt notalegra en að setjast niður smá stund og lita þessa stimpla.

Í þetta kort notaði ég Bazzil, SU pp og vatnslitapp undir magnoliuna sem er lituð með SU bleki. Svo eru þarna primablóm, brads og glerperlur frá perlunni henni Möggu 😉 Á tagsinu sem er undir myndinni stendur: Til hamingju.

 

Breytt dós janúar 21, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:12 f.h.

Smá tilbreyting frá kortunum. Ég keypti mér járndósir í dag til að hafa undir litina og pennana mína, og mig langaði auðvitað að skrappa þær eitthvað 😉  Ég keypti mér líka lítinn skáp til að hengja upp og í hann raðaði ég SU stimpilpúðunum mínum. Mikið er fúlt að það er bara ómögulegt að stafla þessum púðum upp! Eins og þeir koma nú annars flott út í skápnum mínum 😉

Þetta er gert úr tin dós, SU pp, primablómum, einhver brads og borði, og auðvitað magnolíustimpill sem er litaður með SU bleki 🙂

 

1 árs afmæliskort janúar 19, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:51 e.h.

Mikið er gaman að gera svona magnoliukort, þetta eru svo hrikalega krúttlegir stimplar! Enda var fjárfest í nokkrum til viðbótar í dag 😉 Ég gerði þetta kort með mörgum hléum þar sem heilsufarið er ekki upp á sitt besta í dag…er með kvef og hálsbólgu svo um leið og ég sest í stólinn minn byrja bara tárin að renna.Þetta er að sjálfsögðu úr Bazzil, BG Blush, Prima blóm og lauf og svo annað blóm sem er pönsað út og rennt í gegnum buggið, hjörtun klippti ég út og renndi í gegnum buggið. Stimpillinn er magnolia og er litaður með SU bleki. Smá glimmer á vasanum og vængjunum 🙂 

 

6 ára afmæliskort janúar 18, 2008

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 7:19 e.h.

Fyrir vin dóttur minnar sem er með henni í leikskólanum. Skvísan fer í tvö afmæli á sunnudaginn og er næst á dagskrá að gera hitt kortið sem hún gefur þá.

Mikið getur maður nú draslað út þegar maður er að kortast svona, fjúff….allt á hvolfi bara á skrappborðinu, eins gott að týnast ekki sjálf í draslinu!

Þetta kort er úr Bazzil, BG vagabond, prima blóm og BG tala, stimpillinn er magnolia og lituð með SU bleki. Ef þið skoðið vel sjáið þið að brúni pp er gataður með dútl munstri 😉

 

Magnoliustrákur :)

Filed under: Uncategorized — Huldukonan @ 12:16 f.h.

Jájá, bara brjáluð framleiðsla í gangi 🙂

Þetta er gert úr kartoni, BG pp, BG tölur, Prima blóm, eitthvað brads, FP stimpill og magnoliustimpill sem er litaður með SU bleki 😉